Hér á eftir koma nokkur algeng mistök sem fólk gerir í tengslum við fjármálin sín sem auðvelt er að koma í veg fyrir.

1

Hluti af innkomu þinni fer ekki sjálfkrafa inn á sparnaðarreikning

Í fyrsta lagi, ef þú ert ekki að leggja til hliðar hluta af tekjum þínum, byrjaðu þá núna. Jafnvel þótt þú teljir þig skipulagða manneskju sem leggur til hliðar í hverjum mánuði er mun sniðugara að láta það gerast sjálfkrafa í hverjum mánuði. Það tryggir öruggan sparnað, bæði fjárhagslega og tímalega séð. Auðvelt er að bera saman mismunandi sparnaðarávöxtun sem er í boði t.d. á Aurbjörgu eða skoða vaxtatöflur allra bankanna.
2

Þú ert ekki með kreditkort með tryggingu, ferðapunktum eða öðrum fríðindum

Nú á dögum eru mörg kort með hinum ýmsu fríðindum sem hægt er að nýta sér, og munar oft miklu um. Ekki láta þessi fríðindi framhjá þér fara.
3

Þú ert ekki að greiða af kreditkortinu mánaðarlega

Þú hefur enga ástæðu til þess að vera að greiða vexti af kaffibolla eða nýjum buxum sem þú keyptir þér í síðasta mánuði. Notaðu kreditkortið eins og debetkort og greiddu af því til fulls mánaðarlega.
4

Þú skoðar ekki lánshæfismat þitt reglulega

Að athuga lánshæfismat sitt árlega getur verið góð leið til að vita hvar maður er staddur miðað við aðra á sama aldursbili og það hvetur þig einnig til að standa í skilum.
5

Þú ert ekki með nafn þitt skráð á húsnæðið

Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og því er algjör nauðsyn ef þú ert að flytja inn með maka þínum að þú passir að nafnið þitt sé líka skráð á pappírunum. Ef illa fer geta lögin annars ekkert hjálpað þér.
6

Þú talar ekki um fjármál við maka þinn

Það er engin tilviljun að fjárhagslegur ágreiningur sé ein helsta ástæða skilnaðar í dag. Ef þið ræðið reglulega fjármálin þá samstillið þið ykkur betur og auðveldara verður að leysa vandamálin þegar þau koma upp
7

Þú bíður með að tryggja þig þar til aldurinn hellist yfir

Því yngri og hressari sem þú ert þegar þú tryggir þig, því ódýrari er tryggingin. Ef þú ferð snemma að greiða til tryggingafélags og greiðir af tryggingunum á réttum tíma mun greiðslusaga þín koma þér til góðs þegar aldurinn hækkar og upphæðin með.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is