Sumarið er senn á enda og ekki seinna vænna að fara að huga að haustinu. Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin styttist í að sumrinu ljúki og framundan er nýtt og spennandi skólaár. Til að koma þér í lærdómsgírinn höfum við tekið saman fimm góð ráð til að gera þér umskiptin bærilegri.

1

Búðu til lista yfir námsbækurnar sem þú þarft að kaupa og önnur skólagögn

Skoðaðu vel hvað af námsbókunum þú þarft sannarlega að kaupa, athugaðu hvort þú getir keypt eitthvað notað, enn þá betra væri að geta líka keypt gamlar glósur með.
2

Hvenær byrjar skólinn og aðrar lykildagsetningar

Fyrsta mál á dagskrá er að finna út hvenær skólinn byrjar og hvenær og hvar þau fög sem þú ert skráður í eru kennd. Ef þú ert nýnemi er um að gera að finna út hvenær nýnemadagurinn er í þínum skóla. Þeir eru yfirleitt um miðjan ágúst.
3

Skipuleggðu dagatalið framundan

Það er mjög gagnlegt að hafa yfirlit yfir vikurnar og mánuðina fram undan. Hvenær skila á stórum verkefnum, hvenær prófin eru, hvort það séu einhverjir rauðir dagar á önninni sem þú getur nýtt og klukkan hvað þú átt að mæta á hvaða dögum o.s.frv.
4

Skipuleggðu daglega rútínu fyrir utan skólann

Ætlar þú að stunda einhverja hreyfingu t.d.? Hvenær tíma dags hentar þér að fara og hvaða staðsetning er best? Fjölmargar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á góð kjör fyrir námsmenn. Það er líka mikilvægt að hitta vini og vandamenn en í amstri dagsins og álagi í skóla getur verið erfitt að finna tíma fyrir það. Með því að taka frá tíma, hvort sem það er vikulega, mánaðarlega eða nokkrum sinnum í viku til að hitta vini og fjölskyldu getur hjálpað til.
5

Settu þér markmið

Settu þér mælanleg markmið fyrir átökin framundan. Í staðinn fyrir almenn markmið eins og að „fá góðar einkunnir“ þá mælum við með að setja niður nokkur mælanleg markmið um hvaða árangri þú ætlar að ná á þessu skólaári: Skila alltaf inn verkefnum á réttum tíma, setja á Airplane mode á símanum á meðan þú ert í tíma, mæta alltaf undirbúin/n í tíma o.fl.

Kynntu þér
Námslán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is