Við kaup á fasteign dugar ekki aðeins að huga að afborgunum af lánum heldur þarf líka að huga að öðrum kostnaði svo sem tryggingum, vatns- og fráveitugjöldum og fasteignagjöldum.

Allir fasteignaeigendur borga fasteignagjöld. Fasteignagjöld eru lögð á fasteignir árlega og eigandi eignarinnar ber ábyrgð á greiðslu þeirra. Fasteignagjöld samanstanda af samtölu fasteignaskatts, lóðarleigu, sorphirðugjalds og gjalds vegna endurvinnslustöðva.

Fasteignaskattur er stærsti liður fasteignagjalda og reiknast af fasteignamati eignar. Það hljómar nokkuð vel að fasteignamat íbúðar hækki því þá upplifa margir eins og eignirnar séu að vaxa í verðmæti. Hækkun fasteignamats þarf þó alls ekki að tengjast hækkun á væntu endursöluverði eignarinnar. Það er þó tryggt að við hækkun á fasteignamati hækka fasteignagjöld.

Fasteignaskattur er hlutfall af fasteignamati en hlutfallið er mishátt eftir sveitafélögum en þó alltaf innan ákveðins ramma.

Í Reykjavík er fasteignaskattur 0,18% af fasteignamati eignar og lóðarleiga nemur 0,2% af lóðarmati. Hægt er að skoða bæði gildandi og fyrirhugað fasteignamat allra eigna á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs miðar við fjölda og stærð íláta á hverja húseign, losunartíðni þeirra og tegund úrgangs. Gjöldunum er skipt eftir hlutfallstölu eigenda í sameign í samræmi við lög um fjöleignarhús. Til að standa undir hlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstri endurvinnslustöðva SORPU bs. er lagt á endurvinnslustöðvagjald 11.930 kr.

Dæmi má taka um íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem fasteignamatið er 39.650.000 kr. og lóðamat 6.160.000 kr. Af þessari fasteign reiknast árlegur fasteignaskattur 71.370 kr. og árleg lóðarleiga 12.320 kr. Þá er sorpgjaldið 26.313 kr. og endurvinnslustöðvagjald 11.930 kr. Samtals greiðir eigandi þessarar íbúðar því 121.933 kr. árlega í fasteignagjöld. Gjöldin dreifast á 9 mánuði ársins frá febrúar fram í október og eru því 13.548 kr. á mánuði.

Kynntu þér húsnæðislán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is