Fyrir marga eru kaup á fasteign stærsta fjárhagslega ákvörðun sem tekin er á lífsleiðinni. Mikilvægt er að vanda til verka og átta sig á ferlinu sem fara þarf í gegnum við kaupin. Hér að neðan má finna samantekt á 9 skrefum við kaup á fasteign.

Sparað
fyrir íbúð

Það getur tekið nokkurn tíma að spara fyrir útborgun í fyrstu fasteign. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst og hafa sparnaðaráætlun. Boðið er upp á sérstaka húsnæðissparnaðarreikninga sem hagstætt getur verið að nýta sér.

Lánamöguleikar
í boði

Lífeyrissjóðir, bankar og Íls veita húsnæðislán á fyrsta veðrétti. Mögulegt er að bera saman kjör þeirra á síðunum Aurbjörgu og Herborgu. Viðbótarhúsnæðislán Framtíðarinnar eru hugsuð til viðbótar við lán frá lífeyrissjóði eða banka.

Mat á
greiðslugetu

Það getur verið gott að setjast niður og áætla hversu dýra fasteign þú getur keypt og hversu háa afborgun þú ræður við á mánuði. Bankarnir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á greiðslumat á netinu sem getur verið gott að fara í gegnum til að átta sig á stöðunni.

Rétta eignin
fundin

Þegar þú ert búin að átta þig á hæfilegu kaupverði fasteignar og greiðslugetu getur þú farið að skoða fasteignir af fullri alvöru. Þegar lagt er mat á ásett verð fasteignar getur verið gott að hafa hliðsjón af ýmsum þáttum sem farið er yfir í færslu hér.

Kauptilboð

Þegar eignin er fundin er næsta skref að gera kauptilboð. Hafa skal í huga að kauptilboð í fasteign eru bindandi og því mikilvægt að vera fullviss um að unnt sé að standa við tilboðið. Áður en kauptilboð er gert er mikilvægt að skoða vel ástand eignarinnar.

Sótt umlán

Þegar kauptilboð hefur verið samþykkt þarftu að ganga frá umsóknum um lán. Þegar umsókn hefur verið samþykkt og lánaskjöl berast skal farið vel yfir þau og þau undirrituð.

Kaupsamningur

Við gerð og undirritun kaupsamnings er farið yfir helstu atriði hans með kaupanda og seljanda s.s. tilhögun greiðslna og afhendingu fasteignar o.fl. Þegar skjöl hafa verið undirrituð eru lánaskjölin send í þinglýsingu til sýslumanns en hún tekur ca. 5-10 virka daga.

Fasteign
afhent

Fasteign skal afhent á umsömdum afhendingartíma skv. kaupsamningi. Á tímapunkti afhendingar flyst áhættan af eigninni frá seljanda yfir á kaupanda.

Útgáfaafsals

Þegar skyldur skv. kaupsamningi hafa verið uppfylltar er boðað til afsals. Þá geta hin eiginlegu eigendaskipti farið fram. Oftast er greidd afsalsgreiðsla sem er þá lokagreiðsla kaupanna. Afsalinu er síðan þinglýst.

Finna má gagnlegt ítarefni á heimasíðu félags fasteignasala: http://ff.is/upplysingar/fyrir_kaupendur/.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is