Hver er munurinn á milli jafnra afborgana og jafnra greiðslna á fasteignalánum? Hvernig á að velja á milli þegar þú ert að taka lán?

Ein af mörgum stórum ákvörðunum sem þarf að taka, þegar þú ert að taka fasteignalán, er að ákveða hvort þú ætlir að greiða jafnar afborganir eða jafnar greiðslur. En hver er munurinn?

Jafnar afborganir

Þegar lán er greitt niður með jöfnum afborgunum þá er höfuðstól lánsins dreift jafnt á fjölda afborgana og vextir bætast síðan við afborganirnar. Samhliða því lækka greiðslur þegar líður á lánstímann því vextir lækka þegar höfuðstóllinn greiðist niður.

Jafnar greiðslur

Þegar lán er greitt niður með jöfnum greiðslum þá greiðir þú alltaf sömu upphæð á gjalddaga, en greiðir hins vegar mismunandi hlutfall vaxta og höfuðstóls. Til að byrja með vega vaxtagreiðslur þyngra og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins minnkar þá dregur úr vægi vaxtagreiðslna en vægi afborgana fer hækkandi.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is