Fjártækni á Norðurlöndunum verður til umfjöllunar á morgunfundi Framtíðarinnar föstudaginn 25. maí.

Ný tækni, breyttar kröfur neytenda og hert regluverk er að breyta landslag fjármálafyrirtækja og banka. Svíþjóð og Danmörk hafa verið leiðandi á sviði fjártækni í heiminum þar sem farið hefur saman framsækin tækni, regluverk hins opinbera, gott aðgengi að fjármagni og hæft starfsfólk.

Hvergi í heiminum er minna magn reiðufjár í umferð en í Svíþjóð. Yfir 94% Svía reiða sig á nýjar fjártæknilausnir í sínu daglega lífi og fjölmörg stór fjártæknifyrirtæki hafa riðið sér til rúms í báðum löndum.

Þróunin í þessum löndum er nokkrum árum á undan okkur hér á Íslandi. Hvað getum við Íslendingar lært af þróuninni í Svíþjóð og Danmörku? Hvernig hafa aðgerðir hins opinbera þar mótað fjártæknilandslagið og hvernig hefur samstarf banka og fjártæknifyrirtækja gengið í Svíþjóð og Danmörku? Hvernig er að þróa nýjan fjártæknibanka frá grunni?

Takmarkaður sætafjöldi er í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig.

Fundurinn er opinn öllum. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestrar:
Johan Lorenzen – Að byggja alþjóðlegan fintech banka frá grunni frá Norðurlöndum.

Johan var framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Holvi, sem var keypt af spænska risanum BBVA árið 2016. Holvi var stofnað árið 2011, og var einn fyrsti fjártækni-bankinn og er af nýrri kynslóð banka þar sem nýjasta tækni og notendaupplifun er í fyrirrúmi. Johan leiddi bankann frá 2013-2017. Í dag starfar Johan sem fjárfestir í fjártæknifyrirtækjum og situr í stjórn nokkurra fintech fyrirtækja.

Michal Gromek – Fjártækniþróunin í Svíþjóð, hvert stefnir fintech markaðurinn í Evrópu og hvert verður samspil sænska og evrópska markaðarins.

Michal er rannsóknaprófessor við Stockholm School of Economics. Hann hefur leitt árlega úttekt á stöðu fjártækni í Svíþjóð, nýjustu skýrsluna má nálgast hér: https://goo.gl/GGdM3R. Hann er einn af höfundum bókarinnar „The Rise and Development of FinTech“, sem lýsir breytingu fjármálaheimisins í Svíþjóð.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is