Prófatímabilið getur verið stressandi tími fyrir marga. Þegar kemur að prófum er mikilvægt að hver og einn finni það sem virkar fyrir sig. Hér koma nokkur atriði sem gætu hjálpað þér að skipuleggja þig, ná betur utan um námsefnið og hámarka afköstin í prófatíðinni.

Skipulag

Það er mikilvægt að setjast niður áður en þú byrjar að læra og lista niður hvað þú ætlar að læra og hvernig þú ætlar að gera það. Gefðu hverju verkefni á listanum ákveðinn tímaramma sem þú ætlar að klára það innan. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að sitja lengi við og halda einbeitingu. Tímaramminn hjálpar þér að halda einbeitingu og gott er að taka stutta pásu þegar hann klárast og fá sér kaffibolla eða vatnsglas. Þegar þú hefur farið yfir verkefni dagsins er gott að prófa sig úr efninu. Til þess getur verið gott að nota gömul miðanna- og lokapróf.

Ef þú ert að frumlesa efnið finndu þá út hverjar aðaláherslurnar eru og ekki eyða tíma í það sem skiptir minna máli. Það getur verið gott að lesa yfir glærur eða annað námsefni frá kennaranum fyrst til þess að átta sig á því hver aðalatriðin eru.

Félagsskapur

Fyrir suma getur virkað vel að læra í einrúmi en fyrir þá sem kjósa frekar félagsskap er mikilvægt að velja sér félaga sem geta hjálpað þér og öfugt. Þá getur verið gott að blanda þessu saman, fara fyrst yfir efnið í einrúmi og hitta síðan skólafélaga og fara yfir efnið. Það er gott að geta deilt vangaveltum og fengið hjálp með það sem er að vefjast fyrir þér.

Rútína

Mikilvægt er að halda rútínu sem virkar fyrir þig. Að fá góðan nætursvefn og góða næringu hjálpar þér að halda einbeitingu þegar þú ert að læra. Að vaka heilu næturnar skilar oftar en ekki auknu stressi, lélegri einbeitingu og minna úthaldi. Þegar þú færð nægan svefn er taugakerfið skarpara og heilinn móttækilegri fyrir upplýsingum.

Flestir kannast við það að detta í skyndibita og óhollustu þegar þeir eru að læra, fyrir því geta verið margar skýringar s.s. tímaskortur eða einfaldlega slæmar venjur. Það tekur þó alveg jafn langan tíma að borða hollt og að borða óhollt svo tímaskortur ætti ekki að vera afsökun. Það er svo um að gera að fara á æfingu og taka vel á því til þess að núllstilla sig og fá útrás.

Kynntu þér Námslán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is