Árleg hlutfallstala kostnaðar gjarnan skammstöfuð ÁHK er ein besta mælieiningin til að bera saman ólík lán.
Ef einstaklingur sem ætlar að taka lán horfir einungis á vextina þegar hann tekur ákvörðun um hvaða lán skuli taka er ekki víst að hann velji besta lánið. ÁHK tekur tillit til alls þess kostnaðar sem til fellur við lántökuna s.s. lántökugjalds, stimpilgjalda og að sjálfsögðu vaxta. Eftir því sem lántökutíminn er styttri því meiri áhrif hafa gjöldin sem greidd eru í upphafi og því meiri verður munurinn á uppgefnum vöxtum og ÁHK.
Dæmi
ÁHK = 105 þús / 95 þús - 1 = 10,53%
Í þessu tilfelli gefa vextirnir einir og sér ekki glögga mynd af raunverulegum kostnaði við lántökuna. ÁHK er virkilega góður mælikvarði á kjör láns. Það getur sparað mikinn tíma að horfa frekar á ÁHK en að vera að reyna að bera saman ólík gjöld og vaxtaprósentur.