Hvað er brúarlán?
Brúarlán er tímabundið húsnæðislán með veði í eldra húsnæði og gagnast sem útborgun við kaup á nýrri eign. Lánin eru veitt til þriggja mánaða með möguleika á framlengingu í allt að tólf mánuði.
Hverjir eru kostir brúarláns?
Brúarlán hafa ýmsa kosti, þar má helst nefna eftirfarandi:
Tilboð án fyrirvara um sölu á eldri eign
Brúarlán gera einstaklingum kleift að gera tilboð í nýja eign án þess að gera fyrirvara um sölu eldri eignar.
Hærri útborgun
Einstaklingur með brúarlán getur boðið hærri útborgun en ella þar sem búið er að losa um hluta eigin fjár í eldra húsnæði sem annars væri fast í eigninni fram að sölu.
Ekkert millibilsástand
Með brúarláni er mögulegt að stilla afhendingu á eldra húsnæði og þess nýja saman í tíma. Þannig má forðast millibilsástand þar sem þörf er á að flytja inn á ættingja, vini eða í leiguhúsnæði tímabundið á meðan beðið er eftir afhendingu nýs húsnæðis.
Ekki þörf á framkvæmd greiðslumats
Brúarlán eru undanskilin kröfum um framkvæmd greiðslumats. Ástæða þess er sú að ekki er um mánaðarlegar afborganir að ræða heldur greiðist lánið til baka að fullu um leið og eldri eign er seld með fjármagninu sem var fast í gömlu eigninni. Af þessu leiðir að afgreiðsla brúarlána tekur skamman tíma.
Aukið svigrúm við sölu eldri eignar
Kaupandinn fær aukið svigrúm til að selja eldri eign þar sem ekki er þörf á að stökkva á fyrsta tilboðið sem berst. Umtalsverður munur getur verið á milli tilboða og getur því margborgað sig að hafa svigrúm til að bíða betri tilboða.
Eykur líkur á samþykki tilboðs
Brúarlán getur aukið lýkur á samþykki tilboðs þar sem ekki þarf að gera kröfu um sölu á eldri eign og mögulegt er að bjóða hærri útborgun en ella.
Dæmi um aðstæður þar sem brúarlán gæti komið sér vel
Brúarlán gætu verið góður kostur fyrir fólk í ólíkum aðstæðum eins og sést á neðangreindum dæmum:
Dæmi 1
Dæmi 2
Lokaorð
Eins og sjá má af dæmunum hér að ofan geta komið upp tilvik þar sem brúarlán eykur líkur á samþykki tilboðs vegna þess að ekki þarf að setja fyrirvara um sölu eignar og mögulegt er að bjóða hærri útborgun en ella. Sömuleiðis er mögulegt að forðast millibilsástand sem getur komið upp þegar flutt er þar sem þörf er á að flytja inn á ættingja, vini eða í leiguhúsnæði. Jafnframt getur það margborgað sig að hafa rými til að selja fasteignir enda getur munað miklum fjárhæðum á milli tilboða.