Opið hús er gott tækifæri til að leggja mat á ástand hverrar eignar. En hvað þarf að hafa í huga og hvað er mikilvægt og hvað ekki?

Líttu fram hjá húsgögnum og litasamsetningum

Húsgögnin fylgja sjaldnast með en geta truflað augað. Það sem skiptir máli er t.d. staðsetning herbergjafjöldi, fermetrafjöldi og hversu vel plássið nýtist.

Litasamsetningar sem falla ekki að smekk tilvonandi kaupanda geta verið fráhrindandi en það er hins vegar lítið mál að mála húsnæðið. Þ.a.l. er mikilvægt að reyna að sjá eignina fyrir sér í þeim litum sem maður heldur sjálfur upp á.

Pípulagnir

Skemmdir á heimilum í kjölfar vatnsleka eru algengustu eignatjónin hér á landi. Það skiptir því miklu máli að kanna ástand pípulagna og þá sérstaklega ef um gamalt húsnæði er að ræða. Það er ekki endilega á færi hins almenna borgara að leggja mat á gæði pípulagna og því er sjálfsagt að ráðfæra sig við sérfræðinga.

Gólf og gluggar

Ef parket verður fyrir vatns – eða rakaskemmdum getur það bólgnað. Slíkar skemmdir smita út frá sér og tjón sem var staðbundið til að byrja með getur auðveldlega dreift úr sér. Af þessum ástæðum er mikilvægt að skoða parketið vel og þá sérstaklega á stöðum sem vatnstjón geta orðið.

Nú til dags eru allar rúður með tvöföldu gleri. Það er mikilvægt að kanna hvort það sé nokkuð raki á milli glerjanna. Eitthvað sem byrjar sem fáeinir dropar í horninu á rúðunni getur auðveldlega dreift úr sér og orðið til þess að það verður móða um allan gluggann.

Líkurnar á slíkum skemmdum stóraukast ef rúðan er ekki rétt sett í. Af þessum sökum getur verið sniðugt að kynna sér hver sá um að setja rúðurnar í húsnæðið.

Mygla

Þar sem vatn hefur náð að liggja í meira en tvo sólarhringa er mögulegt að mygla og bakteríur nái að vaxa. Mygla getur haft mikil áhrif á verðmæti eignar og því er skynsamlegt að láta rakamæla húsnæðið áður en kaup fara fram til að ganga úr skugga um það að hvergi leynist mygla.

Rafmagn

Gamlar eða lélegar raflagnir geta verið hættulegar ásamt því að auka eldhættu. Á opnu húsi er hægt að kanna ástandið á innstungum, ljósrofum og rafmagnstöflu. Ef sú skoðun bendir til að ástand raflagna sé ekki gott er skynsamlegt að hafa samband við fagaðila.

Kynntu þér Húsnæðislán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is