Lánshæfismat

Víða erlendis hefur lánshæfismat einstaklinga (e. Credit score) spilað hvað stærstan þátt í ákvörðunum um lánveitingar í langan tíma. Einstaklingar eru þá meðvitaðir um hvaða lánshæfi þeir hafa og hvernig þeir geta unnið að því að bæta matið. Það er tiltölulega stutt síðan íslenskir lánveitendur fóru að líta til lánshæfismats í auknum mæli. Tilgangur lánshæfismats er að meta hversu áreiðanlegur lántaki einstaklingur er. Það er gert með því að meta líkurnar á því að einstaklingur geti ekki efnt lánssamninginn og muni ekki greiða af láninu á næstu 12 mánuðum.

Lög um neytendalán gera lánveitendum skylt að framkvæma lánshæfismat áður en lán er veitt. Lánshæfismat er því skoðað og nýtt þegar einstaklingur sækir um lán, hvort sem það er húsnæðislán, bílalán, neytendalán eða annarskonar lán.

Forsendur lánshæfismats

Sumir lánveitendur framkvæma sitt eigið lánshæfismat og byggja matið á mismunandi gögnum sem hafa ólíkt vægi. Sem dæmi má nefna að Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki framkvæma sitt eigið lánshæfismat um viðskiptavini sína. Fyrirtækið Creditinfo vinnur lánshæfismat allra einstaklinga og margir lánveitendur nota lánshæfismat þeirra. Framtíðin er einn af þeim fjölmörgu lánveitendum sem nýta sér þjónustu Creditinfo.

Allir einstaklingar eldri en 18 ára hafa lánshæfismat hjá Creditinfo. Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta mögulega einkunn og E3 sú lakasta. Lánshæfið er metið á grundvelli t.d. aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu, upplýsingum úr skattskrá, tenginga við fyrirtæki og fyrrum skráningar á vanskilaskrá.

*Mynd tekin af heimasíðu Creditinfo

Lánshæfismat einstaklinga

Sumir lánveitendur framkvæma sitt eigið lánshæfismat og byggja matið á mismunandi gögnum sem hafa ólíkt vægi. Sem dæmi má nefna að Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki framkvæma sitt eigið lánshæfismat um viðskiptavini sína. Fyrirtækið Creditinfo vinnur lánshæfismat allra einstaklinga og margir lánveitendur nota lánshæfismat þeirra. Framtíðin er einn af þeim fjölmörgu lánveitendum sem nýta sér þjónustu Creditinfo.

Allir einstaklingar eldri en 18 ára hafa lánshæfismat hjá Creditinfo. Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta mögulega einkunn og E3 sú lakasta. Lánshæfið er metið á grundvelli t.d. aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu, upplýsingum úr skattskrá, tenginga við fyrirtæki og fyrrum skráningar á vanskilaskrá.

Mitt lánshæfismat hjá Creditinfo

Þú getur skoðað lánshæfismatið þitt hjá Creditinfo. Það er ráðlegt fyrir einstaklinga að vera meðvitaðir um sitt lánshæfismat til að gera sér grein fyrir hvar þeir standa.

Creditinfo býður einstaklingum að skoða lánshæfismatið sitt frítt einu sinni á ári inn á síðunni inn á síðunni www.mitt.creditinfo.is. Þar getur maður einnig nálgast upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafa flett manni upp.

Mikilvægi lánshæfismats

Lánshæfismat er mikilvægt í tengslum við lántöku og reikningsviðskipti. Gott lánshæfismat getur verið hagstætt því það verður sífellt algengara að lánveitendur veiti ólík kjör eftir því hversu gott lánshæfismat einstaklingur hefur. Þetta á sérstaklega við í tilviki neytendalána. Þannig getur gott lánshæfismat í einhverjum tilvikum leitt til hagstæðari vaxta, möguleika á hærri lánsfjárhæð eða lengri lánstíma. Ef lánshæfið þitt er lágt og það eru skýringar á því getur verið ráðlegt að senda lánveitanda útskýringar á lánshæfismatinu í umsókninni ef sótt er um t.d. húsnæðislán.

Munurinn á greiðslumati og lánshæfismati

Lánveitendum ber alltaf að meta lánshæfi einstaklinga þegar lán er veitt. Aftur á móti gera lög um neytendalán og lög um fasteignalán til neytenda kröfu um að greiðslumat sé framkvæmt ef lánsupphæð er yfir 2 m.kr. og alltaf í tilviki húsnæðislána.

Greiðslumat er mat á greiðslugetu einstaklings miðað við eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Í greiðslumati eru fundnar út útgreiddar tekjur einstaklings á mánuði og dreginn frá útgjöld og afborganir. Ef sú tala er jákvæð telst einstaklingur hafa náð greiðslumati. Með greiðslumati getur lánveitandi fullvissað sig um að einstaklingurinn komi til með að geta greitt af láninu.

Möguleikar á að bæta eigið lánshæfismat

Það fer eftir lánveitendum hvernig er mögulegt að bæta lánshæfismatið sitt. Hérna eru þó nokkrir punktar sem ættu heilt yfir að stuðla að betra lánshæfismati.

Forðast vanskil: Að standa í skilum er númer eitt, tvö og þrjú og borga reikningana alltaf á réttum tíma.

Yfirfara tengsl við fyrirtæki: Athugaðu hvort einhver tengsl við fyrirtæki séu mögulega að lækka lánshæfismatið þitt. T.d. hvort þú sitjir í stjórn félags sem hefur lágt lánshæfismat.

Sambúð: Ef einstaklingur er skráður í sambúð eða er giftur hefur það að öllum líkindum jákvæð áhrif á lánshæfismatið. Það er talið stuðla að auknu fjárhagslegu öryggi ef tveir einstaklingar á heimili hafa tekjur.

Skráning á vanskilaskrá hefur mest áhrif á lánshæfismatið og það tekur nokkur ár að batna ef til skráningar kemur.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is