Fjármálalæsi er að verða sífellt mikilvægara þar sem fjölmargir valkostir standa nú einstaklingum til boða varðandi sparnað og fjármögnun og mikilvægt er að gera sér grein fyrir kostum og göllum við hvern valkost. Að vera með gott fjármálalæsi hjálpar þér við að taka upplýstar ákvarðanir um þín fjármál. Svona getur þú skerpt á þínu fjármálalæsi.

Kynntu þér þinn rekstrarkostnað

Vertu með á hreinu hversu mikið þú þénar og eyðir á mánuði og skoðaðu það í samhengi. Meniga er frábært tól sem er í boði hjá öllum íslensku bönkunum til að skoða þetta á auðveldan og sjónrænan hátt. Náðu í Meniga appið í símann þinn og opnaðu það amk. einu sinni í mánuði til að kynna þér kostnaðinn sem fer í að halda þér uppi. Einnig eru ýmsar aðrar leiðir sem þú getur farið til að kynna þér betur fjármálin þín:

  • Farðu í gegnum bankareikningana þín.
  • Skráðu niður föst mánaðarleg útgjöld og farðu yfir mánaðarlegu reikningana sem þú færð. Þú ættir að vera með á hreinu hvað þú ert að borga mikið mánaðarlega.
  • Skoðaðu kreditkorta yfirlitin þín, hversu mikið ertu að borga og hvernig ertu að nota kortið?
  • Farðu yfir lánin sem þú ert með, hverjar eru eftirstöðvarnar og hversu langt er eftir af afborgunum.
  • Farðu yfir innistæður á bankareikningum og skoðaðu vextina sem hver reikningur er að bjóða upp á.
  • Kynntu þér lánshæfis þitt í gegnum creditinfo.is.

Settu þér fjármálamarkmið

Þegar þú ert komin/n með yfirsýn yfir fjármálin þín þá er næsta skref að setja sér áætlun. Aftur bendum við á Meniga, þar geturðu sett þér einföld fjármálamarkmið eins og t.d. að eyða minna í skyndibita eða nýt föt. Meniga tekur saman og ber saman kostnaðinn á milli mánaða sjálfkrafa þannig að þú sérð um leið hvort þú ert að ná markmiðum þínum. Annað sem þú gætir gert er að skrá í einn til tvo mánuði öll útgjöld og setja upp einfalda skýrslu þar sem þú áætlar kostnað og tekjur næstu mánaða. Svo er bara að fara yfir stöðuna reglulega til að sjá hvort þú sért á áætlun með þín fjármálamarkmið.

Talaðu opinskátt um fjármálin innan heimilisins

Það er afar algengt hjá fólki í sambúð að annar aðilinn sjái um fjármálin en það er engin afsökun fyrir hinn aðilann að kynna sér ekki málið. Sestu niður með fjölskyldunni og ræðið opinskátt hverju þið viljið spara fyrir og hvernig þið ætlið að ná því markmiði.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is