Það getur verið gott að vera meðvitaður um virði eigin fasteignar ef upp koma hugmyndir um að skipta um húsnæði eða endurfjármagna húsnæðislán. Það eru ýmsar leiðir til að fá vísbendingar um virði fasteignar án þess að greiða fyrir verðmat. Hér að neðan verður fjallað um nokkrar slíkar leiðir.

Fasteignamat

Á vef þjóðskrár má fletta upp fasteignamati eignar eftir fastanúmeri. Einnig er mögulegt að slá inn heimilisfangið og finna eign eftir íbúðarnúmeri. Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Megintilgangur fasteignamats er að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamat er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Fasteignamat gefur ákveðna hugmynd um verðmæti eignar en þó kemur fyrir að raunverulegt markaðsverð sé yfir eða undir fasteignamati.

Verðsjá fasteigna

Þjóðskrá Íslands heldur uppi verðsjá fasteigna. Í verðsjánni er hægt að skoða verðlagsþróun ákveðinna svæða út frá mismunandi leitarskilyrðum eins og tegund húsnæðis, byggingarári, flatarmáli og fleira. Þetta getur gefið þér góða mynd af því á hvað sambærilegar eignir á svæðinu hafa verið að seljast á.

Verðmat Procura

Heimasíða Procura heldur utan um svokallaðan “Verðmiða Procura” með það að markmiði að veita notendum yfirsýn yfir verðmyndum á markaði. Á heimasíðunni má finna upplýsingar um áætlað söluverð 98% íbúaðreigna á höfuðborgarsvæðinu.

Verðmat löggilts fasteignasala

Á Íslandi eru starfræktar fjölmargar fasteignasölur. Flestar þeirra, ef ekki allar, bjóða upp á að verðmeta eignir. Sumar fasteignasölur auglýsa það endurgjaldslaust og án allra skuldbindinga. Þá getur fasteignareigandi farið fram á verðmat á sinni eign án þess að vera skuldbundinn við að eiga í viðskiptum við þá fasteignasölu eða yfir höfuð setja eignina á sölu.

Kynntu þér Húsnæðislán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is