Reglulega berast spurningar um hvernig stendur á því að Framtíðin veiti eingöngu viðbótarhúsnæðislán og hvernig sú lánategund hafi orðið til. Hér að neðan verður leitast við að svara þeirri spurningu með skýrum og skorinorðum hætti.

Framtíðin veitir eingöngu húsnæðislán til viðbótar við lán frá lífeyrissjóði eða banka. Hugmyndin um að veita viðbótarhúsnæðislán kviknaði upphaflega fyrir nokkrum árum þegar aðilar sem komu að rekstri Framtíðarinnar urðu varir við að margir einstaklingar, til dæmis fyrstu kaupendur, höfðu eingöngu möguleika á því að leita til banka í tengslum við fjármögnun á fasteignakaupum.

Ástæða þess að bankarnir komu eingöngu til greina var sú að hámarksveðsetningarhlutfallið sem lífeyrissjóðirnir bjóða upp á dugði einfaldlega ekki til. Lífeyrissjóðirnir bjóða flestir lán upp í 65-75% af kaupverði eigna. Þar af leiðandi þurfa einstaklingar sem vilja fjármagna fasteignakaup hjá lífeyrissjóðum að eiga 25-35% eigið fé til útborgunar. Það er ekki sjálfsagt að kaupendur fasteigna eigi svo stóra útborgun til fasteignakaupa og því varð hugmyndin um viðbótarhúsnæðislán til.

Með viðbótarhúsnæðisláni var stefnt að því að gera fleirum mögulegt að nýta sér hagstæð kjör lífeyrissjóðanna og taka viðbótarhúsnæðislán sem brúar bilið. Viðbótarlánin eru án uppgreiðslugjalda og því er hægt að greiða lánin upp hvenær sem hentar án kostnaðar.

Hver og einn þarf að kanna sínar forsendur en í mörgum tilvikum er hagstæðara að taka lán hjá lífeyrissjóði og viðbótarlán hjá Framtíðinni heldur en að taka lán hjá banka. Hér má lesa nánar um útreikning vaxta þegar tekið er fleira en eitt húsnæðislán og hvernig bera má saman ólík vaxtakjör.

Kynntu þér húsnæðislán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is