Í síbreytilegum heimi er menntun alltaf að verða fjölbreyttari og fjölbreyttari. Nýjar námsgreinar skjóta upp kollinum reglulega og sumar eru óalgengari og óvenjulegri en aðrar. Hér að neðan má finna samantekt af hinum ýmsu óvenjulegu námsgráðum sem finna má um allan heim.

Víkingafræði

Ýmsir skólar bjóða upp á nám í sögu víkinga og norrænni sögu. Sem dæmi má nefna að Háskóli Íslands býður, í samstarfi við Háskólann í Osló, Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Árhúsum og Árnastofnun, upp á meistaragráðu í sögu víkinga og norrænni sögu.  Í náminu er farið yfir allt sem tengist víkingum svo sem norrænar bókmenntir, málfræði, sögu, textarýni, þjóðsögur, trú, list og fornleifafræði.

Þökufræði

Þökufræði (e. turfgrass science) er kennd í Penn State háskóla í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. Námið hentar þeim sem vilja læra allt um mismunandi tegundir, viðhald og meindýravarnir þeirra tegunda grass sem notaðar eru á íþróttavöllum, grasflötum og golfvöllum.

Siðferðisleg tölvuhökkun

Siðferðisleg tölvuhökkun (e. Ethical Hacking) er kennd við Abertay University í Skotlandi. Siðferðislegir hakkarar vinna við það að bera kennsl á og laga öryggisbresti áður en einhver nær að brjótast inn í kerfin.

Tímamælingafræði

Tímamælingafræði (e. Horology) er fræðigrein helguð rannsóknum og fræðum tengdum tíma og tímamælingum, klukkum og úrum. Námið er til dæmis kennt við Birmingham City University.

Brimbrettafræði

Brimbrettafræði og tækni (e. Surf Science and Technology) er kennd við Cornwall College sem er hluti af University of Plymoth við ströndina.

Námið er ekki miðað að því að kenna að vera á brimbretti heldur er kennt um menninguna í kringum sportið, tæknina að baki, líffræði strandlengja og rekstur í kringum brimbretti.

Kynntu þér
Námslán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is