Byrjaðu mánuðinn á því að taka til hliðar það sem þú ætlar að spara

Með því að byrja hvern mánuð á því að áætla eyðslu og taka til hliðar það sem þú ætlar að spara þennan mánuðinn eykur þú yfirsýn yfir fjármálin til muna. Gott er að byrja á því að taka saman innkomu í mánuðinum. Því næst er að draga frá fastan kostnað við nauðsynjar svo sem afborganir af húsnæði/húsaleigu, tryggingar, hita- og rafmagnsreikninga. Út frá þessum forsendum getur þú ákveðið hversu mikið þú ætlar að spara þennan mánuðinn. Færðu þá upphæð inn á sérstakan sparnaðarreikning. Það er auðveldara að fylgja markmiðinu eftir og átta þig á hversu mikið þú hefur á milli handanna í þeim mánuði til að kaupa mat, föt og eyða í tómstundir.

Forgangsröðun

Þegar maður hugsar um fjárhagsleg markmið kemur eflaust fyrst upp í hugann að spara. Það er vissulega mikilvægt að leggja fyrir en aftur á móti er einnig þörf á því að hugsa um það hvernig þú ert tilbúin að eyða þínum peningum og hverju þú vilt forgangsraða í lífinu. Þetta er nátengt því að setja sér sín persónulegu gildi. Ef þú forgangsraðar líkamlegri heilsu umfram annað gætir þú viljað eyða meira í hluti tengda hreyfingu svo sem æfingafatnað, þjálfun, heilsuúr o.fl. Ef aftur á móti þú leggur mest uppúr því að ferðast gæti forgangsröðunin frekar legið þar.

Farðu yfir sjálfvirku áskriftirnar þínar

Mörg erum við með ýmsar sjálfvirkar áskriftir svo sem að síma, Netflix, Audible, Storytel, Spotify, Sjónvarpsstöðvar, Ræktaraðild og fleira. Farðu yfir reikningsyfirlit síðasta mánaðar og leggðu saman upphæðir áskriftanna þinna. Ef þér finnst sú upphæð vera of há skaltu fara yfir hverja áskrift fyrir sig og meta hvort þú hafir virkilega þörf fyrir hana. Ef ekki skaltu segja henni upp.

Farðu yfir það hvar þú geymir peningana þína

Ef þú ert með sparnaðarreikning, t.d. íbúðarsparnað, sparnað fyrir bíl eða framkvæmdasjóð getur munað miklu á því hvar þú ákveður að geyma sparnaðinn. Forðastu að geyma hærri upphæðir inni á veltureikningum þar sem þeir bera lægstu vextina. Ef þú hefur tök á því að geyma peningana inni á læstum reikningi bera slíkir reikningar hærri vexti sem getur munað þó nokkru til lengri tíma. Enn fremur getur þú skoðað fjárfestingar í sjóðum og fleira.

Kynntu þér Húsnæðislán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is