Þegar þú hyggst sækja um háskóla erlendis er fjölmargt sem huga þarf að. Eitt af því er að fara í alþjóðlegt próf eins og TOEFL og GMAT. Hér má finna yfirlit yfir helstu prófin.

TOEFL

TOEFL er enskupróf fyrir alla umsækjendur skóla þar sem kennsla fer fram á ensku. Skráning fer fram í gegnum skráningarvef þeirra. Nauðsynlegt er að skrá sig sjö dögum fyrir áætlaðan prófdag.

GRE (Graduate records examination)

Ætlað þeim sem hyggja á framhaldsnám (Graduate nám) í Bandaríkjunum. Háskóli Íslands sér um framkvæmd prófsins.

GMAT

Ætlað þeim sem hyggja á MBA nám. Hægt er að taka GMAT prófið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni í síma 520 9000.

DELF og DALF

DELF og DALF prófin eru sambærileg TOEFL, GMAT og GRE prófunum en þeirra er krafist af frönskum háskólum. Prófin fara fram hjá Alliance Française og þá gjarnan í mars á ári hverju.

TestDaF

Alþjóðlegt þýskupróf, fyrir þá sem ætla í háskólanám til Þýskalands. Prófið er haldið tvisvar á ári hjá Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar má finna á vef Tungumálamiðstöðvar H.Í. eða í síma 525 4593.

SAT

SAT er inntökupróf fyrir alla þá sem hyggja á grunnnám í Bandaríkjunum. Verzlunarskóli Íslands heldur SAT prófin á Íslandi og fer skráning fram á vef SAT með fjögurra vikna fyrirvara.

ACT

ACT er annað inntökupróf í grunnháskólanám í Bandaríkjunum. ACT er þekkingarpróf í námsefni á High school stigi og er prófað í stærðfræði, líffræði, eðlisfræði og ensku. Skráning í prófið fer fram á vef ACT með fimm vikna fyrirvara. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði heldur prófið.

TOEFL
TOEFL er enskupróf fyrir alla umsækjendur skóla þar sem kennsla fer fram á ensku. Skráning fer fram í gegnum skráningarvef þeirra. Nauðsynlegt er að skrá sig sjö dögum fyrir áætlaðan prófdag.

GRE Graduate records examination
Ætlað þeim sem hyggja á framhaldsnám (Graduate nám) í Bandaríkjunum. Háskóli Íslands sér um framkvæmd prófsins.

GMAT Graduate Management Admissions Test
Ætlað þeim sem hyggja á MBA nám. Hægt er að taka GMAT prófið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni í síma 520 9000.

DELF og DALF
DELF og DALF prófin eru sambærileg TOEFL, GMAT og GRE prófunum en þeirra er krafist af frönskum háskólum. Prófin fara fram hjá Alliance Française og þá gjarnan í mars á ári hverju.

TestDaF Test fur Deutsch als Fremdsprache
Alþjóðlegt þýskupróf, fyrir þá sem ætla í háskólanám til Þýskalands. Prófið er haldið tvisvar á ári hjá Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar má finna á vef Tungumálamiðstöðvar H.Í. eða í síma 525 4593.

SAT
SAT er inntökupróf fyrir alla þá sem hyggja á grunnnám í Bandaríkjunum. Verzlunarskóli Íslands heldur SAT prófin á Íslandi og fer skráning fram á vef SAT með fjögurra vikna fyrirvara.

ACT
ACT er annað inntökupróf í grunnháskólanám í Bandaríkjunum. ACT er þekkingarpróf í námsefni á High school stigi og er prófað í stærðfræði, líffræði, eðlisfræði og ensku. Skráning í prófið fer fram á vef ACT með fimm vikna fyrirvara. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði heldur prófið.

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is