Í einföldu máli er lífeyrissparnaður tvískiptur. Annars vegar skyldulífeyrissparnaður og hins vegar viðbótarlífeyrissparnaður.

Öllum launþegum á Íslandi er skylt að leggja fyrir í skyldulífeyrissparnað með því að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Lágmarksiðgjald skal vera 12% af upphæð launa fyrir skatt. Algengt er þó að stéttarfélög semji um hærra iðgjald fyrir sína félagsmenn.

Viðbótarlífeyrissparnaður er hins vegar valfrjáls og því val launþega hvort hann leggi fyrir í viðbótarlífeyrissparnað eða ekki.  Eins getur launþegi valið hvort hann greiði 2% eða 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og þá er launagreiðanda skylt að leggja til 2% á móti sem er í raun 2% launahækkun. Dæmi eru um það að launþegar geti samið um hærra mótframlag. Sá sem ekki nýtir sér viðbótarlífeyrissparnað er því í rauninni að hafna þeirri launahækkun sem felst í mótframlagi launagreiðanda.

Þegar komið er á eftirlaunaaldurinn eru lífeyrisgreiðsur aðeins hluti af meðallaunum yfir ævina og þá getur verið gott að vera með góðan sjóð í viðbótarlífeyrissparnaði til þess að brúa bilið. Viðbótarlífeyrissjóður erfist einnig að fullu ólíkt skyldulífeyrissparnaði.

Viðbótarlífeyrissparnað má einnig nýta sem útborgun í fyrstu eign og til þess að greiða aukalega inn á höfuðstól fasteignalána að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Viðbótarlífeyrissparnaður verður að teljast ein stærsta kjarabótin sem er í boði á Íslandi í dag fyrir þá sem eiga eða hyggjast kaupa húsnæði.

Þeir sem kaupa fyrstu fasteign geta nýtt viðbótarlífeyrissparnaðinn skattfrjálst sem útborgun fyrir fasteign og í kjölfarið greitt viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á lánið sem tekið er fyrir fasteignakaupunum. Það er töluvert skattalegt hagræði sem felst í því að nýta sér viðbótarlífeyrissparnað.

Þeir sem eiga fasteign geta nýtt sér það að greiða viðbótarlífeyrissparnað inn á fasteignalán og þar með fengið skattfrjálsar greiðslur inn á höfuðstól lánsins. Í þessu felst einnig sparnaður í vaxtagreiðslum þar sem að viðbótarlífeyrisparnaðargreiðslurnar fara beint inn á höfuðstól lánsins.

Ef launþegi ákveður að nýta sér ekki viðbótarlífeyrissparnað og fjárfesta sparnaði sínum sjálfur þyrfti viðkomandi að greiða fjármagnstekjuskatt af öllum hagnaði fjárfestinga. Ávinningurinn af því að nýta sér séreignarsparnað er margþættur og ættu því allir að kynna sér málið vandlega.

Kynntu þér húsnæðislán Framtíðarinnar

Leave a Reply

Hafa samband: framtidin@framtidin.is